á endalausu ferðalagi...
föstudagur, febrúar 11, 2005
Vikan sem leið og aðeins betur.

Þriðjudagur og miðvikudagur var bar heim og skóli, ekki neitt spennandi. Á fimmtudögum er ég í fríi og þá fór ég til einnar sem er með mér í bekk til að reikna. Þegar ég kom heim voru Steini og Mæja að fara í bæinn að kaupa stóru hlutina sem átti að fara í gáminn hjá þeim. Við Gústi fórum með þeim.
Á föstudaginn átti svo Gústi afmæli. Hann fékk pakka og ég fékk köku! Þar með voru allir sáttir.
Á laugardeginum var Inga og Walter búinn að bjóða okkur í mat. Við sátum þar langt fram eftir kvöldi, Gústi kíkti svo til Axels og ég fór bara heim að sofa.
Sunnudagur fór svo í leysa heimaverkefni og rólegheit.
Svo rann nú upp bolludagur. Við fengum fastelavnbollur annars bara rólegt.
Sprengidagur. Við vorum svo heppin að fá saltkjöt frá Íslandi. Við buðum svo fjölsk. á Ivarsvej í mat og allir voru sáttir við saltkjötið og baunirnar.
Öskudagur. Það var bara skóli frá 10 - 16 og svo hjólað heim.
Gærdagurinn var rigning og rok fyrriparts dag. Ég var búin að tala saman við eina úr bekknum að hittast og kíkja á dæmin úr statistik. Svo fór ég í Rosengård. Hringdi í Freyju og við ákáðum að hittast fyrr niðri í bæ. Ég þurfti að kaupa mér skó og svoleiðis fyrir þorrablótið sem er á morgun.

En kvað um það. Þá í þessari viku var ég að fletta á milli sjónvarps stöðva. Ég fann þátt um "the biggest looser". Já þetta er raunveruleikaþáttur um fólk í megrun! Er þetta ekki orðið aðeins og mikið af því góða. Þessi þáttur er bygður upp eins og survivour. Sem sé 2 lið, áskorunarkeppni og það lið sem tapar þarf að senda einn meðlim heim! Hafa ekki allir heyrt þetta áður.

Jæja ég er hætt í bili ætla að kíkja á Fredagsbarinn og fá mér einn øllara eins og sönnum nema í Danmörku!!! SKÁL fyrir föstudegi!

Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.